Nafnlaust ljóð | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust ljóð

Fyrsta ljóðlína:Kona í grænum fötum
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Skáldsþankar
Kona í grænum fötum
gengur eftir veginum.
Sumir halda að hún sé álfkona
aðrir að hún sé norn.
Kannski er hún það
hún kom af fjöllum.
Svo sest hún á steininn í skriðunni
horfir í kringum sig
með velþóknum
þakklát fyrir að vera
komin á láglendið.