Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fimm örstutt ljóð

Fyrsta ljóðlína:Sem laufblað
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Skáldsþankar
Sem laufblað
eða lítill fugl sem flýgur
og fetar hratt og létt
um himinstig.
Orðlaus bæn frá brjósti mínu stígur
eg bið að ekkert
misjafnt hendi þig.

Og seinna, hvert sem
leiðir okkar liggja
þá lífið verði eftirlátt við mig
þú veist að það mun
ekkert á þig skyggja
og enginn koma
í staðinn fyrir þig.