Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þú skíðdælska vornæturfegurð

Fyrsta ljóðlína:Þegar sólin sendir yl
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1952
Flokkur:Náttúruljóð
Þegar sólin sendir yl
og söngfuglarnir kvaka.
Man ég best er mátti ég til
með þér ein að vaka.

Að líta fríðan fjallasal
falinn skarti þínu.
Ást á björtum bernskudal
bjóstu hjarta mínu.