Þú skíðdælska vornæturfegurð | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Þú skíðdælska vornæturfegurð

Fyrsta ljóðlína:Þegar sólin sendir yl
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1952
Flokkur:Náttúruljóð
Þegar sólin sendir yl
og söngfuglarnir kvaka.
Man ég best er mátti ég til
með þér ein að vaka.

Að líta fríðan fjallasal
falinn skarti þínu.
Ást á björtum bernskudal
bjóstu hjarta mínu.