Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Til Ellu 50 ára

Fyrsta ljóðlína:Manstu er saman við sátum
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1998
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Við vninum orum saman á trillunni Farsæli EA 773 tvo sumarparta.
Manstu er saman við sátum
sólfögrum morgninum á
allstaðar allt fullt af bátum
og allir að fiska að sjá.
Við undum svo oft vel á sjónum
margháttar afla að fá.
Þó oft væri fullt þar af flónum
og fiskurinn forðaðist þá.

Stundum var kuldi og krepja
og kalt var þá höndunum á
norðaustan ótuktar nepja
í náttmyrkri ekkert að sjá.
Manstu er morgnaði aftur
við mokafla fórum að fá
og aftur þá sigraði sólin
hún sindraði hafinu á.

Manstu er Flatey við fundum
þá fengum við seli að sjá.
Hnísur þar stungu sér stundum
og störðu okkur forvitnar á.
Kolkrabba ævintýri okkar
var ágætt og kom okkur vel
töluvert fleira má telja
ég tímanum seinni það fel.

Nú vil ég þakka þér góða,
þrotlausa stritið sem var.
Fáheyrt var frelsi að bjóða
í fari sem öldurnar skar.
En minningar okkar þær munu
miskunnarlaust knýja á.
Og aldrei þær frá okkur renna
sem elfa, er fellur í sjá.