Svona er lífið | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Svona er lífið

Fyrsta ljóðlína:Þú ert orðinn gamall, sem glöggt má hér sjá
bls.34
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1992-2000
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Litið yfir farinn veg...
Þú ert orðinn gamall, sem glöggt má hér sjá,
gagur í skapi og ýtir hjálp þér frá.
Svo fer víst flestum, sem hverfa í tímans haf
haldi þeir í strauminn, þá sigldir eru í kaf.

Eru nú liðin erfið eljuár
enginn þín saknar, enginn fellir tár.
En lífið það veltur, áfram vanans gangs
vitstola fjöldinn færist of í fang.

Og farkostur flækist vítt um heimsins höf
háir sem lágir hvíla á ystu nöf,
því að yfir lækinn allir vilja og þrá
endalaust grasið er grænna þar að sjá.

En svo fer um grasið sem aðrar hyllingar
allir í dansinn og gerast tryllingar.
Enginn vill missa af villtum lífsins draum
varastu vinur drýsildjöfla og glaum.

Heimseldar brenna Hrunadans má sjá
hvar sem menn fara, engan frið þeir fá.
Ljósbjarmi enginn hvergi birta skín,
björgun mun hvorki, ná til mín né þín.

Ein er þó gjöfin, sem margir gjarnan fá
guðshönd sem heldur öllu valdi á.
Sú hönd mun ávallt okkur veita lið
og öllum benda inn á æðri svið.