Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ömmudrengur

Fyrsta ljóðlína:Nú sit ég við stokkinn þinn, sveinninn minn kæri
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Heilræði
Nú sit ég við stokkinn þinn, sveinninn minn kæri,
Þú sefur á koddanum vært.
Allt sem er geislandi, göfugt og fagurt
getur mér svipur þinn fært.
Í vöku og draumi svo lýsandi ljóma
æ leggi um vanga þinn.
Þess biður nú amma, af alhug, að megi
þér allt ganga í hag, vinur minn.

Svo líða fram árin, þú stælist og stækkar
og stendur þó köld blási hret.
Þó kynnist þá mörgu sem er kallar og lokkar
frá kærleik ei hopaðu fet.
Þó sumstaðar skuggar á veginum verði
þá vík ei frá sannleika þeim,
þín barnatrú er þér hinn brennandi viti
sem beinir þér leiðina heim.

Lýstu þá hverjum sem ljósvana bíður,
leiddu þann fatlaða á braut,
reyndu að benda þeim villta til vegar,
vanheilla linaðu þraut.
Gefstu ekki upp, ávalt gætinn samt vertu
ef getan er brött og hál.
Og gleymdu því ekki að Guð sér og veit allt
sem gerist í okkar sál.