Samræður | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Samræður

Fyrsta ljóðlína:Af visku sinni vildu tveir
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1978-1980
Flokkur:Þululjóð

Skýringar

Samræður Sigga Haralds og Alla Gott.
Þeir voru aldrei sammála um hvað sem þeir töluðu.
Af visku sinni vildu tveir
veita hinum og vissu meir,
en brátt fór skapið á verri veg
þeir völdu orðin ríkuleg,
öskruðu báðir og börðu fast
í bræði fengu æðiskast.
Annar stökk af stólnum út,
stimpaðist hinn í einum hnút,
hótuðu öllu af hjartans list
sem hefðu þeir báðir vitið misst.
Svo endaði þetta í sátt og náð
í sættum eru þá þetta er skráð.
Þeir hættu að jamla og jöfnuðu leik,
en Júdasarkossinn áður sveik,
hann gæti það einnig enn í dag
eins og gekk eftir með þeirra lag.