Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fugl

Fyrsta ljóðlína:Í kulda, myrkri og kólgubyl
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1978-1980
Flokkur:Náttúruljóð
Í kulda, myrkri og kólgubyl
kúrir úti fuglinn minn.
Þar hann verður þangað til
þögull flýr í himininn.

Þar fljúgðu aftur fuglinn minn,
og flögra um allt með þýðum söng.
En ég sit eftir enn um sinn
og syrgi fuglinn dægrin löng.

Brátt við finnumst fuglinn minn
og fylgjumst að um fegri heim.
Og sama þýða sönginn þinn
þú syngur vel í nýjum geim.