Bæn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Bæn

Fyrsta ljóðlína:Drottinn minn ég þakka þér
bls.3
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1970-1980
Drottinn minn ég þakka þér
allt það sem þú gefur mér.
Leið þú mig um lífsins braut
og líkna mér í hverri þraut.

Þig ég bið, mín bæn er sú
blessa Drottinn börn og bú.
Mér og maka leggðu lið
ljúfan gef oss öllum frið.

Venslafólk mitt vernda þú
verkum illum frá því snú
villugjörnum vísa leið
veika styð sitt æviskeið.