Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jólin 2009

Fyrsta ljóðlína:Ég bið að gleymist gífuryrði og sár
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009
Flokkur:Jólaljóð
Ég bið að gleymist gífuryrði og sár
og gróðabrall og fégræðgi og leiði
og valdafíkn og vandræði og tár,
svo víki burtu tímans þunga reiði.

Ég bið að geymist gáski og vinahót
gamanyrði, falsleysi og mildi.
Með hamingju svo horfum ári mót
það hagstætt reynist - það ég frekast vildi.

Ég bið að ég verði betri en í gær
og batni dagur hver sem ég fæ lifað
svo rætast megi allar óskir þær,
sem ég hef nú á kortið góða skrifað.

Ég bið að ljósið lýsi veginn þinn
og ljómi um þig stjörnur, máni og sól.
Og leggjum síðan vinur kinn að kinn
svo komi ennþá farsæl gleði jól.