Jólin 2006 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Jólin 2006

Fyrsta ljóðlína:Þegar vindur skefur fönn í skjól
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2006
Flokkur:Jólaljóð
Þegar vindur skefur fönn í skjól
og skjálfa litlir fuglar bak við steina,
þá höldum við okkar hlýju innijól
og hugsum svo vel um litla barnið og meyna.

Þegar klukkur klingja á jólanótt
og kalla menn til söngs og bænastunda,
þá grætur barn sem getur ekki sótt
sér gleði og frið til ljúfra vinafunda.

Þegar matur mettar kvið og þarm
og mýkir lund og kærleiksorðin vekur,
þá bera þúsundir sinn hljóða harm
sem heilagleikinn ekki í burtu tekur.