Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Jólin 2005

Fyrsta ljóðlína:Nú hljóðnar hvert vol og hvert væl
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2005

Skýringar

Jólakveðjur 2005
Nú hljóðnar hvert vol og hvert væl,
nú verðum við kát og indæl
svo unun sé að
ég efa ekki það
að þá komi jólin með stæl.

Svo færi oss Guð góðar stundir,
að gleðjast er fínt nú um mundir
með kjöti og krás
og ávaxtaglás
það sannlega léttir oss lundir.

Það er kannske síðasta sort
að svona nokkuð sé ort
en látum slag standa
og að okkar vanda
sendum við svolítið kort.