Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þorrablót hjá KEA

Fyrsta ljóðlína:Velkomin á þorrablót hjá KEA í kvöld
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Höfundur gerði stundum á árum áður sér til gamans að koma fram á samkomum og flytja efni, oftast frumsamið. Hér er sýnishorn af slíku.
Velkomin á þorrablót  hjá KEA í kvöld
kátína og gleði skal hér hafa völd.
allir skulu keppast við að skemmta sjálfum sér,
syngja, dansa, borða og drekka eins og vera ber.
Margt á borðum mjög er gott
og mjöðin bæði kæld og flott.
Frá Óla kjötið angar sætt
það eflaust getur skapið kætt
og ýmislegt er fleira, sem ei um er rætt.

Vertu ekki vinur minn með víl né þras,
veistu ekki að allir eiga að fá í glas.
Stjórnin hún er ákveðin og styður þetta klár,
því staðreyndin er sú að nú er liðið kvennaár.
Karlar eru glatt með geð
og gleðjast vilja ykkur með
þeir trúa þetta fjárans fár
fjöðrum týni í hundrað ár
og eflaust líði aumingjunum eitthvað skár.

Þorrablóts í nefndinni er landsfrægt lið
þótt líti sumir stöku sinnum út á við.
En engan þarf að undra þótt að ami hrelli lýð
um áramót og þéttánda í vosi og kuldatíð.
En blótið okkar bætir þörf
við búum laus við skyldustörf.
Fólkið lifir sjálfu sér
svona eins og vera ber
þið getið ekki trúað því hve gaman er.