Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vorgestir

Fyrsta ljóðlína:Úr suðri fuglinn flýgur
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
Úr suðri fuglinn flýgur
frjáls um loftin blá.
Áfram óra vegu
yfir breiðan sjá.
Þreytist þaninn vængur
þó er flogið hátt.
Bráðum blika tindar
beint í norðurátt.

Fagnandi landið líta
í ljúfri morgunsól.
Að ferðalokum finna
falið í lyngi skjól.
Þeir eignast unga smáa
og unnast dægrin löng.
Vorið um bjartar byggðir
brosir mót fuglasöng.