Vorgestir | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Vorgestir

Fyrsta ljóðlína:Úr suðri fuglinn flýgur
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
Úr suðri fuglinn flýgur
frjáls um loftin blá.
Áfram óra vegu
yfir breiðan sjá.
Þreytist þaninn vængur
þó er flogið hátt.
Bráðum blika tindar
beint í norðurátt.

Fagnandi landið líta
í ljúfri morgunsól.
Að ferðalokum finna
falið í lyngi skjól.
Þeir eignast unga smáa
og unnast dægrin löng.
Vorið um bjartar byggðir
brosir mót fuglasöng.