Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Svarfaðardalur

Fyrsta ljóðlína:Í dalnum fagra fjarri sæ
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Í dalnum fagra fjarri sæ
fjalla tindum undir.
Þar í litlum bóndabæ
ég bernsku lifði stundir.

Í ljósi þess sem liðið er
liti ég til baka.
Yndislegar innra í mér
æskumyndir vaka.