Til Guðlaugar systur | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Til Guðlaugar systur

Fyrsta ljóðlína:Langt er síðan Lauga mín
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1973
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

Ort til Laugu systur....
Langt er síðan Lauga mín
við lékum krakkar saman.
Yndisleg var umsjá þín.
Ó, hve þá var gaman.

Byggðin okkar bjarta stóð
bæjarveggnum undir.
Þar við undum öll svo góð
æskuglaðar stundir.

Ef meiddist fingur, marðist tá
mörg þá hrundu tárin.
Móðurhöndin milda þá
man ég græddi sárin.

Minningarnar margar á
þær mynda þrá í hjarta.
Oft mig langar enn að sjá
æskuhaga bjarta.

Þetta litla ljóðabréf
litla gleði færa.
Alltaf þó ég unni þér
elsku systir kæra.

Árin liðnu ylja mér
öll þín vermir saga.
Í bænum mínum bið ég þér
bjarta ævidaga.