Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Til Halldórs Gunnlaugssonar Melum

Fyrsta ljóðlína:Löngum bróðir langar mig
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

Ljóðabréf til Halldórs bróður höfundar, sem kennir sig við Mela á Dalvík.
Löngum bróðir langar mig
línu þér að skrifa.
Mun ég ávalt muna þig
meðan báðir lifa.

Gjafir þínar gleðja mig
gott er þeirra að njóta.
Ljóssins herra láti þig
lífsins gæfu hljóta.

Bestu kveðjur berðu frá
betri helming mínum.
Bróðursyni, baugagná
og betri helming þínum.

Hjá okkur gerist aldrei neitt
áhyggjum það léttir.
Er því kannski ekki neitt
efni til í fréttir.

Lítið minna leiðist mér
líka öðru að sinna.
Heilsan betri orðin er
eitthvað drekk ég minna.

Þegar hafið heillar mest
horfi ég fram á sundið.
Hefur Gugga held ég best
um hugarsárin bundið.

Heilsaðu frá mér Halldór minn
helstu kunningjunum.
Ekki get ég gleymt um sinn
gömlu minningunum.

Þig ég kveð í þetta sinn
þrái enn á norðurvegu.