Til H. H. J. | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Til H. H. J.

Fyrsta ljóðlína:Man ég lítinn ljúfan snáða
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Hugsað til sonar....
Man ég lítinn ljúfan snáða,
lék hann oft við pabba sinn.
Lífið bjarta lék við báða,
langt er síðan Helgi minn.

Árin liðu og við skildum,
örlög virðast stundum hörð.
Að vera saman sjálfsagt vildum,
svona er lífið hér á jörð.