Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Úr bréfi til Hafliða Helga Jónssonar

Fyrsta ljóðlína:Er þú stækkar styrkist mundin
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

Hafliði H. Jónsson er sonur höfundar.
Er þú stækkar styrkist mundin
starfið eykst og harðnar lundin.
Í skóla lífs skal leiðin fundin
skyldum lands og þjóðar bundin.

Hvar sem sporin liggja um lönd
lukkan veg þinn greiði.
Hvar sem bát þinn ber að strönd
bliki sól í heiði.

Einhvern tíma ef þér gefst
í annríkinu næði,
skrifaðu mér um heilan hest
um heimsins listigæði.