Minningar um Ó.H. | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Minningar um Ó.H.

Fyrsta ljóðlína:Vonanna vænsta rósin
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Ólafvía var kona Jóns. Hún dó ung frá tveimur börnum.
Vonanna vænsta rósin
varst þú í lífi mínu.
Ljúfust gafst mér ljósin,
er lýstu af hjarta þínu.

Bjart var yfir bænum,
bros á vörum þínum.
Þú sigldir oft á sænum
sæl í örmum mínum.

Allt virðist leika í lyndi,
og lífið einn hamingjuvegur.
Þá skeður það í skyndi,
að ský fyrir sólu dregur.

Dauðinn kvaddi dyra,
dimmt var mér í sinni
sál mín kenndi sviða,
sárt kveið ég framtíðinni.

Samt mun sætt að eiga
sér í fersku minni
söknuð síns besta vinar
samofin minningunni.

Drottinn varðaðu veginn
Vinunnar hinumegin.