Án titils | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Án titils

Fyrsta ljóðlína:Þreyttur maður leggur sína leið
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Lífsspeki
Þreyttur maður leggur sína leið
hann lokið hefur dagsverkinu fínu.
Einn og kaldur úti í stormi beið,
eftir vagninum að skýli sínu.

Þó mörgum reynist ganga lífsins greið
og gleði ríki heima, í fínu sloti.
En þessi sem í basli lífsins beið
hann bugast ei, þótt kominn sé að þroti.

Það er svo oft að okkur yfirsést,
við eigum ekki tíma handa hinum.
Og stundum verður fennt í skjólin flest
Já fjöldinn allur gleymir vinum sínum.

Tíminn aldrei tefur nokkra stund
og tilgangslaust að staldra við og bíða.
Við þykjumst ætla að fara á vinafund
en förum hvergi og áfram tímar líða.


Blaðið mitt er búið og þrotið,
býsna glatt á vitleysu flotið.
Penninn er að darpast og deyja,
dagsverkinu lokið að segja.