Harða vorið 1979 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Harða vorið 1979

Fyrsta ljóðlína:Heyrðu, góði himnafaðir.
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Tíðavísur
Heyrðu, góði himnafaðir.
Hlýddu á er nú ég tjái:
Láttu stríðum linna hríðum,
lægðu vind og það í skyndi.
Sólarfar og sunnanmara
sendu skjótt svo hrökkvi á flótta
frost og snjór og freraglærur.
Fljótur að störfum. Nú er þörfin.

Ekki gegnir Guð en magnar
gjólur stríðar og eykur hríðar.
Meiri snjó sem öllum óar.
Enn er frost og þrengir kosti.
Nú fer að höndum neyð og vandi,
naumur orðinn heyjaforðinn.
Máttarvöld það meta skyldu.
Mildi sína láta skína.