Baldvin Magnússon, Hrafnsstaðakoti | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Baldvin Magnússon, Hrafnsstaðakoti

Fyrsta ljóðlína:Á hátíðarstundu við heilsum þér Baldi
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1978
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Í tilefni af 50 ára afmæli....
Á hátíðarstundu við heilsum þér Baldi,
þá hverfa fer vetur og stormurinn kaldi,
sem næðir um foldu með hörku og hríðum
svo húsin þau nötra af átökum stríðum.
Því búmannsins raun þá er mörg við að mæðast
og margháttuð vandamál, herja og fæðast.

Í fimmtíu árin þú sæll hefur setið
og sveitamannsstörfin af einlægni metið.
Gæðin mörg sífellt af hyggindum hlotið,
en hjónabands unaðar enn ekki notið.
En við kunnum ráð þegar vorar að nýju,
þú velur þér konu, sem gefur þér hlýju.

Fylgi þér gæfan á ókomnum árum
og alvaldur verndi og losi þig fárum.
Af bústofni þínum munt hagsæld oft hljóta
og hygginda Þórönnu verðurðu að njóta.
Já börnin í varpanum brátt munu tifa,
Baldi... hve dásamlegt verður að lifa.