Við hversdagsstörfin | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Við hversdagsstörfin

Fyrsta ljóðlína:Oft vill hugur héðan snúa
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1952
Flokkur:Daglegt amstur

Skýringar

Nokkrar stökur sem höfundur sendi til birtingar í Dagrenningu, blaði ungmennafélagsins Skíða.
Oft vill hugur héðan snúa
hversdags önnum frá
langt í fjarska burtu búa
bænum gamla hjá.

Hvað sem annars um skal tala
eigin huga verk.
Er ást til fjalla, bæs og bala
berskunnar jafn sterk.

Og þó að liggi leiðir fjarri
leikstað bernskunnar,
á minn hugur ennþá kærri
unaðsminningar.

Þó hrukki kinn og hrímgvist hár
og húmgvist sýn á línu,
alltaf blæða einhver sár
innst í hjarta mínu.