Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Birkimelur, bærinn minn.

Fyrsta ljóðlína:Bæjarhóllinn minn besti
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Ævikvæði

Skýringar

Aðalsteinn og Sigurlaug byggðu sér sumarbústað í landi Kóngsstaða, sem nefndur var Birkimelur.
Bæjarhóllinn minn besti
Birkimel hefur alið.
Heimamenn, góða gesti,
guðsvernd þú hefur falið.
Björkin sig forðum breiddi
á börðin og lautir þínar,
við túngarðinn traustur vörður
með tásur af lyngi fínar.

Ég byggði mér býli á hólnum
besti kostur var talinn,
í stefnu suðuraf Stólnum,
fyr stormum er einatt falinn.
Svo hafa vættir sagt mér,
að síst þurfi nokkru að kvíða,
og heilladísirnar haldi vörð
um hólinn minn kæra og fríða.