Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fáein minningarorð

Fyrsta ljóðlína:Stillt var geðið, glatt og rótt
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Ort til minningar um Kristinn Jónsson netagerðameistara á Dalvík f. 21. sept. 1895. D. 20. júní 1973
Stillt var geðið, glatt og rótt,
í geisla - rauðum -bjarma
á mjúkum beði hægt og hljótt
hneig í dauðans arma.

Heljarvætta hlýddi spá.
Hvíldar- bættist -hagur.
Kjarnaættar-kempu hjá
kominn var hættudagur.

Þar um skýlaus eru orð
- ekkert drýgi þvaður - :
einn nú hniginn er að storð
ærutiginn maður.

Lands- um slóð og mararmið
- má nú þjóðin njóta -
lagði óðar öruggt lið
öllu er stóð til bóta.

Frý við skvaldur. Fastur í lund
fjörs- í kalda og önnum.
Laut og aldrei eina stund
auðs- og valdamönnum.

Ei við kunni gems og gap.
Til glöggra kunni svara.
Vægja kunni. Voldugt skap
vel með kunni að fara.

Heill að sannleik horskur stóð,
halur fann og svanni.
Hugsjónanna heita glóð
hjarta- brann í ranni.

Unum kynnum yfir skín:
Yl frá þinni lundu
þeir sem minna máttu sín
mörgum sinnum fundu.

Launa- og kjara -styr þá stóð
til stefnu var ’ann hraður,
fremstur þar með festu og móð
fyrirsvara-maður.

Betra gengi, betra líf,
betri feng og gróða.
Mega lengi menn og víf
muna drenginn góða.

Ýmsir finna að andi þinn
er í sinnið brenndur.
Þökk fyrir kynnin Kristinn minn.
Kær þín minning stendur.

Á nú ból í æðsta rann,
elsku og skjól hjá guði.
Sótti sjóla himins hann
heim á sólmánuði.