Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sumarmorgun

Fyrsta ljóðlína:Nóttin er horfin hafs í djúp
Höfundur:Óskar Karlsson
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
Nóttin er horfin hafs í djúp
og heiðríkt loftsins tjald.
Byggðin er klædd í bjartan hjúp,
og blessað ljósavald.
En vinarandi vermir svörð
og vekur rós af blund.
Dagurinn þerrar dögg af jörð
og dýrleg morgunstund.

Heyri ég glaðan söngvaseim,
úr suðri vængjaslátt.
Litskrúðið kveður lofgjörð þeim,
sem lífgar gróðurmátt.
Og blærinn hlýju fær í fang
og flytur ilm til manns.
Sumarið lofar sólargang
með sælan geisladans.