Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Móðir mín ( minning )

Fyrsta ljóðlína:Ó móðir mín, hve sárt ég sakna þín
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1985 9. árg. bls.4

Skýringar

Ort úti á Halamiðum, þegar Jón Gunnlaugsson frétti lát móður sinnar
Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín
sál mín fyllist angurværum trega.
Öll þú bættir bernskuárin mín
blessuð sé þín minning ævinlega.

Oft ég lá við mjúka móðurkinn
þá mildar hendur struku tár af hvarmi.
Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn
þá svaf ég vært á hlýjum móður armi.

Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel
mikill var þinn hlýi trúarkraftur.
Þig blessun Guðs í bæninni ég fel
á bak við lífið kem ég til þín aftur.