Komið í dalinn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Komið í dalinn

Fyrsta ljóðlína:Mig fýsti að koma á forna slóð
bls. 9
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Lífsspeki
Mig fýsti að koma á forna slóð
og flytja þér vildi kvæði .
En ljóðið mitt svo lélegt er
reyndi að yrkja í næði.
Það átti að segja svo ótal margt
um æskunnar sólbjörtu daga.
Hún geymist í huga og gerir svo bjart
sú góða minninga saga.