Fermingarljóð | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Fermingarljóð

Fyrsta ljóðlína:Sæl og blessuð sér þú silki-unga lín
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1927
Flokkur:Heilræði

Skýringar

Hólmfríður samdi þetta til Friðriku Ármannsdóttur (f.1913) á Urðum þegar hún fermdist 1927
Sæl og blessuð sért þú silki-unga lín
Nú sendi ég þér hjartans kveðju mín.
Lífðu vel og lengi
lukku blítt með gengi.
Guð á himnum gæti ávallt þín.

Farðu nú vel, þér fylgi gæfan blíða
fram um brautir lífs þíns ævitíða.
Ég fel þig föður þjóða 
fögur silkitróða.
Fyrirgef mér fánýtt hjalið ljóða.