Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Friðrika Haraldsdóttir, Ytra-Hvarfi

Fyrsta ljóðlína:Friðrika Vigdís blómann ber
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Friðrika Haraldsdóttir fékk þessar vísur í afmælisgjöf þá 4ra ára frá gamalli konu sem bjó á sama bæ (Þorleifsstöðum) en Gamla hafði ort þær.
Friðrika Vigdís blómann ber
betur hverjum svanna
sem á fjórða ári er
eikin mundar-fanna.

Ef að færðu aldri náð
auðgast dyggðum sönnum
svo vaxir þú að visku og dáð
vel hjá guði og mönnum.

Alla þína ævistund
óska ég þér gæða
verndi þig í vöku og blund
vísir góður hæða.