Afmælisvísur | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Afmælisvísur

Fyrsta ljóðlína:Þitt nýbyrjað æviár
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1903
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Afmælisvísur til Dagbjartar Gísladóttur ( f. 1903 og d. 1994 ) fædd á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal, en ólst upp á Hofi í sömu sveit.
Þitt nýbyrjað æviár
óska ég frænka kæra.
Lífs þér faðir láti þér
lífsins yndi færa.

Hans in ljúfa líknarhönd
lífs þér auki sóma,
frá þér leiði gjörvöll grönd
gefi heill og róma.

Drottinn láti sælusól
sífellt bjarta skína,
allsstaðar um æviból
yfir hagi þína.