Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Endemi Guðmanns. Sálmur

Fyrsta ljóðlína:Nú verðum við glaðir á Völlum í dag
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

Sálmur eftir Guðmann bónda á Tungufelli í Svarfaðardal, fluttur af honum sjálfum við vígslu klukkuturnsins á Völlum í Svarfaðardal árið 1951. Klukkuturninn var byggður eftir að Soffonías Þorkelsson iðjuhöldur í Kanada sem var ættaður úr dalnum gaf til kirkjunnar kirkjuklukku sem þá var stærsta klukka landsins og of þung til að kirkjan gæti borið hana. (Árbók FÍ - 1973)
Sálmurinn er sunginn við lagið: Þín miskunn ó guð.
Nú verðum við glaðir á Völlum í dag
því vígður er turnurinn fríði.
Þá syngjum við himinsins sálmanna lag
það segir oss frelsarinn blíði.

Vér heiðrum þann stað sem hann stendur hér á
og starfsglaða frelsarans þjóna.
Það hrekur burt drunga og hrellingu þá
er heyrum hans indælu tóna.

Vér þökkum þeim manni er gaf oss þá gjöf
sem guðshúsið tigna hér megi.
Nú ómar hér hljómur um hyldýpis höf
á heiðbjörtum vetrarins degi.

Við biðjum því guð nú að blessa hér stað
og byggðina Svarfaðardalinn.
Þó vart eigum skilið né verðskuldum það
og vafalaust náð þinni falinn.
 


Athugagreinar

Margar útgáfur eru til af þessum sálmi og greinir menn sérstaklega á um hvernig á að stafsetja aðra ljóðlínu. Vilja margir skrifa - turninn hinn fríði - í stað - turnurinn fríði. Útgáfan sem hér birtist er eftir handriti höfundar og þar er undirstrikað turnurinn. Handritið er varðveitt á Héraðsskjalasafni Svarfdæla.