Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Steingrímur Þorsteinsson

Fyrsta ljóðlína:Sjötugur fer nú sína götu
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Afmæliskveðja til Steingríms Þorsteinssonar sjötugs 22. október 1983 frá stjórn Leikfélags Dalvíkur

Sjötugur fer nú sína götu                                                                                                                               
sóma maður að allra dómi.                                                                                                                         
Hellist yfir halinn snjalla                                                                                                                                  
heill og blessun á degi þessum.
Traustur þegn og tryggðafastur, 
trúr í verki og reynslusterkur.
Hamingjuóskir, yndi og gaman
ítra drenginn gleðji lengi.

Leikhúsvinir á leiksviðinu
lengi þig dáðu, kostafjáðann.
Hrifust og kættust, úr öllum áttum
áheyrendur, sú vissa stendur. 
Snillitök, með sönnum rökum  
sýndir lýði, oft og tíðum.
rík af fegurð leiktjöld líka
léstu þín við sjónum skína 

Fyrir allt þetta þúsund áttu
þakkir skyldar, í fullu gildi.
Heimaslóðar og þinnar þjóðar
þú hefur stækkað veg og hækkað.
Hylli manna og unað annan
aldrei þig bresti í veganesti.
Farðu krýndur fremd og virðing
fjörs á vegi, að lokadegi.