Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Bændavísur úr Svarfaðardal

Fyrsta ljóðlína:Hýrum vil eg bregða blund
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1935
Flokkur:Bæjavísur

Skýringar

Bændavísur Guðmanns urðu til eftir að hann las Bændarímur Haraldar Zophoníasarsonar

Hýrum vil eg bregða blund,
bragarsmíð að hefja um stund.
Hirðir Þorsteinn Hálsagrund
hæga með og skýra lund.

Held ég svo í Hamarinn
honum stýrir Laugi.
Hugaður og harðsnúinn
ég hef hann vart í spaugi.

Áfram kjálkann ætla ég ég mér
óðinsbjálk að finna.
Á Hrísabálki Árni er
við ýsudálka leikur sér.

Læt ég skríða ljóðafák
að læknum fríða Skálda.
Guðjón skrifar skeifuskák
skal þeim lýðnum sælda.

Geymir Sökku Gunnlaugur
gylltum frökkum reifaður.
Hey á bökkum hann tekur
hót ei klökkur búmaður.

Ölduhryggjar yrkir lá
er Björn hygginn hrings með gná.
Mjög íbygginn maður sá
mestan hyggur gróða á.

Hánefsstöðum stundar bú
stólpahöður baug með frú.
Pétur í blöðum blaðar nú
bóndans hlöðum vill hann hlú.

Uppsalakoti Anna býr
eru þar skotin björt og hýr.
Þórður lotinn lögin knýr
lítt er á þroti veigatýr.

Miðbæ ræður ramur klæðaþórinn.
Heims á svæði hamramur
hlynurinn skæði Þorleifur.

Upp í sölum einn þar býr
er hjá þjölum mikið skýr.
Kristján völund vopnatýr
vígs á bölum ekki flýr.

Að Völlum leitar lýðurinn
lúnum veitist huggunin.
Með stáltrú þreytir starfa sinn
Stefán heitir presturinn.

Bú sitt tryggir býsna hygginn maður.
Lífs í skóla er kempan kná
Kristján Brautarhóli á.

Stefán heitir stálaþór
stjórnar Gröf með prýði.
Vart sá þykir viskusljór
vel þekktur hjá lýði.

Hofið byggir herra Jón
hann ei styggir nokkurn þjón.
Bú sitt tryggir bætir tjón
bóndi hygginn yrkir frón.
 

Bú sitt glæðir göfugur
gautur klæða alþekktur.
Heims á svæði hamramur
Hofsá ræður Þorleifur.

Gamaíel greini ég frá
geymir Skeggjastaði.
Réttarstjóri röskur sá
rumur hátalaði.

Að Hofsárkoti held ég svo
með huga glöðum.
Sigvaldi á svannann fríða
sú kann búið vel að prýða.

Á Ytra-Hvarfi einn ég finn
er hann Tryggvi hýr á kinn.
Mikið hygginn maðurinn
mjög vel tryggir búskapinn.

Með ungum sveinum og auðargná
oft er slunginn lífs í þrá.
Grænar bungur greitt nam slá
Guðmann Tungufelli á.

Melum stýrir merkjahlýrinn glaður.
Greiða öllum greitt býður
glóins þöll og Hallgrímur.

Bú sitt styður bauga meður sprundi.
Mjög á fundum mikið skýr
með sinni sprund hann Jóhann býr.

Hæringsstöðum hýrist Jón
hann kann blöðin herða.
Hjá ýtum glöðum gjörir bón
glóðar röðull sverða.

Sveinn á Skeiði sá er greiða maður.
Jafnt um breiðar byggðir lands
byggir reiðarhúsa fans.

Magnús forkur furðu orku stinnur.
Koti ræður korðagrér
kappinn skæður þykir mér.

Atlastöðum Árni býr er
með glöðum anda.
Í sínum kvöðum er sá skýr
sólarröðull banda.

Á Atlastöðum yggur röðull sverða
Trausti á sér ekta-fljóð
sú ei er stirð í þankaslóð.

Sandá byggir sá vel tryggir búið.
Hjá virðum dyggur vopnalés
verka hygginn Jóhannes.

Ríðum glöðum reiðarmar
rétt í söðulgjarðavar.
Greitt úr hlöðum gengur snar
Göngustöðum Valdimar.

Björn er glaður bóndi sá
býsna hraður yrkir lá.
Með gylltum maður gjörir slá
Göngustaðakoti á.

Klaufabrekku Baldvin býr
bóndi verka hraður.
Hjá höldum þekkur hjörfatýr
hann er sterkur maður.

Klaufabrekkukoti býr
knár er rekkur banda.
Hallgrím þekkur hann er skýr
haltrar ekki að vanda.

Á Auðnum finn ég Ágúst minn
oft með sinni glöðu.
Með sinni kvinnu sívakinn
sú vel hlynnir búskapinn.

Hóli ræður horskur klæða gautur.
Zóphonías siðprúður,
segja lýðir, búmaður.

Urðum stýrir Ármann týrinn glaður.
Mikið skýr og skarpvitur
skálmahlýrinn alvitur.

Hreiðarstaðakoti karl
kann sá vel að búa.
Ingimar er ógnar jarl
með ótal vinnuhjúa.

Hreiðarstaða bóndinn Björn
burðaknár og slyngur.
Aldrei mun hann eignast börn
en ástarljóðin syngur.

Steindyr byggir stálaþór
að starfi hyggur glaður.
Pund sitt tryggir passar rór
Páll er hygginn maður.

Þór á Bakka á fagurt fljóð
og fráan blakk að reyna.
Síst á skakk hann situr jóð,
á sínum hnakk ég meina.

Bakkagerði geymir sá
Gestur er að heiti.
Á fundum skrifar skjölin kná
skýr þau efa enginn má.

Renni ég skáldaskeiðinni
að skýrum sálda hlyni.
Dottar ekki á döfinni
Daníel í Garðshorni.

Garðinn Ytra geymir sá
garpar Harald kalla.
Sækir fram í sverðaþrá
sá mun hopa valla.

Eins og skip í ósjó brýst
undan boðaföllum.
Svo er Jón minn jafnan víst
jaki á Bakkarvöllum.

Ljóðin skunda skýr frá mér
skulu ei sundrast glæður.
Stolta hrund og stálagrér
Stefán Grundu ræður.

Halldór Brekku um búið sér
hjá brögnum þekkur álmagrér.
Dýrin ekki deyja hér.
uns dauðans hlekkur kreppa fer.

Brekku annar yrkir frón
er sá jafnan heima.
Klemenz Vilhjálms vaskur þjón
ég vart má honum gleyma.

Í Brekkukotið bregð ég mér
bóndann Árna að finna.
Valinkunnur veigagrér
vel mun Blesa hlynna.

Jarðbrú yrkir fagurt frón
frægðartýrinn seima.
Mikið skýr er Jónsson Jón
jafnan býr sá heima.

Þarna hýrist hreppstjórinn
hefðar skýri kennarinn.
Fjáður týrinn tröllaukinn
Tjörninni stýrir Þórarinn.

Ljóðaskarnið lýjast fer
langt er hjarn og hált sem gler.
Stýrir Björninn burðasver
bú í Tjarnarhorni hér.

Ýmsa mæðir eymda flóð
að Ingvörum þræði ég raunaslóð.
Misst hafa bæði föður og fljóð
fátækt hræðir börnin móð.

Bóndinn hnellinn blómavelli skárar.
Við hjörvaþella hjálpsamur
Helgafelli Sigurður.

Syðra-Holti situr stoltur rekkur.
Ógnarbolti er Ólafur,
í lífs hvottli sókndjarfur.

Holtið ytra yrkir land,
ær og nautaskara.
Jóhannes á svoddan sand
sjávar líkist þara.

Í Grundar sloti getur skotið ræðu.
Í hugar broti hót ei rýr
Hrappstaðakoti Mangi býr.

Baugahöður býr með glöðum anda.
Í lífs kvöðum er forsjáll
á Hrappsstöðum ræður Páll.

Í læknisferðum lítt mun skerðast pyngjan.
Ei með sverði ýfir tjón
Í Árgerði Sigurjón.

Böggvistöðum bræður tveir
beita glöðum Húnageir.
Úr lýsuhlöðum lána þeir,
Loftur og Þorsteinn heita þeir.

Dæli stýrir drottins hlýrinn mildi.
Rögnvaldur með reflagná
rekkum snauðum gefur sá.

Bæinn Pétur byrgir í vetrarhrönnum.
Hót ei sljór hugsunum
hlynurinn stóri á Másstöðum.

Ég geng fram dalinn gott er hal að finna.
Vigfús býr með veigagná
vel kann stýra Þverá sá.

Bú sitt styður bauga meður sprundi.
Ýtum snýr frá ógöngum
Óskar býr á Kóngsstöðum.

Lífs í róli lúinn hjólar maður.
Fátækur með faldagná
Friðrik bóndi Hverhól á.

Bú sitt stundar býsna undarlega.
Lífs er glaður geðs um ból
geymir Eiður Krossahól.

Klængshól stýrir kappi sá
Kristján er að heiti.
Býr hann fremsta bóli á
í blóma fögrum reiti.

Árni á Hnjúki á sér mjúka sprundið.
Hefur glaða létta lund
laus við skaða festir blund.

Að litlu Hlíð minn ljóð skríður fákur.
Jóhann hefur bjarta brá
á beði faðmar hringagná.

Bú sitt tryggir býsna þrekinn maður.
Hjá höldum glöðum heiðvirtur.
Hjaltastöðum Steingrímur.

Á Syðra-Hvarfi læt ég ljóð
loksins enda þar í ranni.
Hann Áskell minn á ekkert fljóð
ógleði það veldur manni.

Á Gylltri bringu Guðmundur
gulls með hringatróðu.
Við börnin syngur síglaður
þó silfur ei glingri í skjóðu.

Dalvíkin er do do þorp
dansar frítt þar sprund og halur.
Þar er hvorki sor né sorp
en sæluríkur blómadalur.

Stefán Brimness gætir grund
glæsimenni sýnist vera.
Hefur skýra létta lund
lýðurinn verður hann að þéra.

Upsum ræður Arnórinn
andans skæði fullhuginn.
Blóma glæðir búskapinn
beinan þræðir dugnaðinn.

Í Miðkoti er maður sá
monsér Kristinn heitir.
Sinni Önnu sefur hjá
seggi unun veitir.

Efstakot er auðugt slot
er þar bóndinn skæður.
Þar skortir hvorki fisk né flot
því Flúrunni Þorsteinn ræður.

Bóndinn skæður bambus glæðir pípu.
Heims á svæði hamramur
Hóli ræður Þorleifur.

Þórarinn er kappi knár
Karls á ánni ræður.
Auður þar er ekki smár
þótt ýfist sálar glæður.

Sauðaneskot er sæmdar slot
síst eru menn í bjargarþrot.
Þorkell rennir fleyo á flot
fyrðar kenna haglaskot.

Á Sauðanesi situr Jón
sitt kann búið stunda.
Maðurinn lætur mastraljón
um marar bárur skunda.

Í Háagerði helst ei tef
hót ei þekki manninn.
Læt ég eftir lítið stef
Lárus yrkir ranninn.

Enda ég svo óða hjal
öll skal þjóðin lofa það.
En þeir sem hnjóða í vísnaval
vel má bjóða hrossatað.