Ingibjörg Vilhjálmsdóttir | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Ingibjörg Vilhjálmsdóttir 1903–1969

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Fædd 23. október 1903 á Ölduhrygg í Svarfaðardal en ólst upp á Bakka í sömu sveit. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Einarsson og Kristín Jónsdóttir ábúendur á Bakka 1904 - 1933. Hún fékk litla formlega skólamenntun en var starfsstúlka á Hólaskóla veturinn 1924 - 1925. Þar kynntist hún mannsefni sínu Tómasi R. Jónssyni og fluttist með honum á Blönduós þar sem þau bjuggu síðan. Þau eignuðust 4 börn og sinnti Ingibjörg húsmóðurstörfum en tók einnig þátt í félagsstarfsemi m.a. leikfélagi og var einnig prófdómari við Kvennaskólann á Blönduósi. Ingibjörg lést á Héraðshælinu á Blönduósi 1969.

Ingibjörg Vilhjálmsdóttir höfundur

Lausavísur
Árin mörgu eru kvödd
Þegar báran braut við naust
Þér ég sendi þakkaróð