Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

334 ljóð
311 lausavísur
42 höfundar
50 heimildir

Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Umsjón: Héraðsskjalasafn Svarfdæla

Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Nafnið Haraldur er til heiðurs Haraldi Zophoníassyni verkamanni og skáldi á Dalvík.
Meira ...

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Ástin þýð hvar frjóvgun fær
færir tíðir yndis nær.
Nærir blíðu kjörin kær.
Kær ef skrýðir gæfu blær.

Ástin þýð hvar frjóvgun fær
færir stríðið einatt mér.
Nærir kvíða frelsi fjær.
Fjær ef blíða er gæfan kær.

Ástin þýð er sæt og sár
sæld og kvíða bundin.
Sé hún blíð og blóma klár
best er prýði fundin.

Nú í leyni margur þrátt
mæðu reyna fundinn.
Ástin hrein á ýmsan hátt
oft er meinum bundin.

Djúpt hún stár um minnis mið
meinguð Lára fundum.
Hún er sár sem sjáaldrið
sveipuð fári stundum.

Heillum náir hafna friðs
hún og stá í vanda.
Nema gái leita liðs
ljósi hjá Guðs anda.

Hennar sjón ef veiklast við
veginn manndyggðanna.
Stendur tjónið hætt að hlið
heilla grónum sviptir frið.

Lífs þér skart er lánað mest.
Lýðir dátt þér unna.
Þú ert hjartað blíðu best
í barmi náttúrunnar.

Ástin blíðu eðlis fröm
einatt sýnist vera.
Útlitsfríð og yndistöm.
Oft þó lýðum varasöm.

Ástar mjög er synjun sár
sorgar slögum bundin.
Henni fögur fylgja tár
fjörs á dögum síð og ár.

Mörgum tálið gjörir grönd
gremjan tryllda vekur mein.
Ástarmála efnin vönd
ætíð skyldu vera hrein.

Þótt ástin bindi örmum dátt
ef ei kransi dyggða býst.
Hennar lyndi hverfur þrátt
huga manns er varir síst.

Mæðuvott í mörgum stað
mér þótt sprottinn finni.
Ég á Drottinn einan að
er það gott mér dugir það.

Fyrir handan hérvistar
harmi drifna móðu
sé ég í anda sólfagrar
sælustundir himneskar.

Sorg í barmi felur fró
friðar varma eyðir.
Vonar bjarma bjartan þó
ber á harma leiðir.

Þótt ég líða þurfi framt
þrautir stríð og kvíða.
Vonir fríð mér svalar samt
seimi blíðu tíða.

Senn mér þjáðum svölum gefst.
Sorg mun bráðum linna.
Senn mitt ráð til heilla hefst
í hendi náðarinnar.

Ég vil þreyja geð með glatt
þótt gangi vegi kífsins.
Uns ég feginn fagna hratt
fögrum degi lífsins.

Litla huggun hlýt ég kanna
hjartans mína gleðin dvín.
Fjöld er skugga forlaganna
fagurbúna vonin mín.

Hlýt ég lyndis huggun fína
hér þótt blaki mæðan köld.
Sé ég yndis eygló skína
angurs bak við skýjatjöld.

Litla huggun hlýt ég kanna.
Hjartans mína gleðin dvín.
Fjöld er skugga forlaganna
fagurbúna vonin mín.

Hlýt ég lyndis huggun fína
hér þótt blaki mæðan köld.
Sé ég yndis eygló skína
angurs bak við skýja tjöld.
Þorsteinn Þorkelsson Syðra-Hvarfi Svarfaðardal