Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Staðtölur

334 ljóð
311 lausavísur
42 höfundar
50 heimildir

Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Umsjón: Héraðsskjalasafn Svarfdæla

Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Nafnið Haraldur er til heiðurs Haraldi Zophoníassyni verkamanni og skáldi á Dalvík.
Meira ...

Nýjustu skráningarnar


Vísa af handahófi

Um póitík

Stirt er okkar stjórnarfar
standa illa málin.
Enda hættur allstðar
og ótrygg þjóðarsálin.

=====

Í ríkisljóma starfi hann
stöðugt reyndist sekur.
Utanríkisráðherrann
raunir bænda vekur.

=====

Með kergjufulla krata í skut
komst hjá boðaföllum.
Erfiðan hér átti hlut
Egill á Seljavöllum.

=====

( Á tímum stjórnmálaóróa 1995 )
Þingmenn ýmsir fóru flatt
flestum sviftir vörnum.
Ætluðu sér að gefa „ Gatt “
Guði og landsins börnum.

=====

Ríkisstjórnin stendur í
stórkostlegum vanda.
Virðisaukaskatta ský
skapa þennan fjanda.

======

( Desmber 1987 )
Greypt ég hef með gullnu letri
Guði og mönnum þakkarfórn.
Verið hefur varla betri
á voru landi ríkisstjórn.

======

Ríkisstjórnin ráðum slynga
reiknar niður verðbólguna.
Mun hún samt á milli þinga
magna stjórnarandstöðuna.

=====

( Í vaxandi verðbólgu 1981 )
Dýrt er orðið daglegt brauð
dýrtíðin ríður öllu á slig.
Ætli stjórnin illa rauð
ekki fari að bæta sig.

====

Ríkisstjórnin stendur í
stórkostlegum vanda.
Enda veiðist enn á ný
engin loðnubranda.
Halldór Jóhannesson