Vikhent eða vikhenda (stuðlavilla) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vikhent eða vikhenda (stuðlavilla)

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:5,4,3:AoA
Bragmynd:
Lýsing: Vikhent er ungur háttur og orti Sigurður Breiðfjörð (1798–1846) fyrst rímu undir honum en til er gömul vísa í þjóðsögum af Sæmundi fróða þar sem vísa vikhend kemur fyrir. Vikhenda er þriggja línu háttur eins og stuðlafall og virðist frá því runnin. Fyrsta braglína er fimmkvæð, óstýfð. Önnur braglína er fjórkvæð og stýfð og sú þriðja þríkvæð og óstýfð. Algengast er að endarím sé milli fyrstu og þriðju línu en önnur lína rími ekki. Önnur lína er stýfð – hinar óstýfðar.
Eins og í stuðlafalli verður fyrri stuðull fyrstu línu að standa í fyrstu eða annari kveðju og hinn síðari í þriðju kveðju. Þeir mega ekki standa aftar.

Dæmi

Ferðalúnum fótum hef ég gengið
yfir fjöllin urðum sett,
óblítt veður fengið.
Sveinbjörn Beinteinsson, Háttatal, vísa 391, bls. 70

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum