Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Samhent eða samhenda (alhent, ferstikla, stikla)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:aaaa
Bragmynd:
Lýsing: Samhent, samhenda eða samhending (alhent, ferstikla, stikla) er ferhendur háttur. Allar línur hans eru jafnlangar, fjórar kveður í hverri og allar stýfðar. Séu allar línur óstýfðar mætti fremur kalla þann hátt samhenda breiðhendu en samhendu. Endarím samhendu er runurím og ríma allar línur hennar saman. Óbreyttur er hátturinn án innríms.
Samhenda er með elstu rímnaháttum. Hann kemur fyrst fyrir í Sörlarímum sem taldar eru ortar á 14. öld. Þar er hátturinn reyndar ekki óbreyttur. Nafnið samhenda er ekki gamalt. Líklega hefur Þorsteinn Magnússon (f. um 1652 – enn á lífi 1732) fyrstur notað það í háttalykli sínum. Samhent hefur lengstum verið algengur rímnaháttur.

Dæmi

Vænt er að kunna vel að slá,
veiða fisk og róa á sjá,
smíða tré og líka ljá,
lesa á bók og rita skrá.
Jón Þorláksson: Spakmæli

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum