Úrkast – sléttubönd með afdrætti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úrkast – sléttubönd með afdrætti

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:ABAB
Innrím: 1AA,3AA;1BB,3BB;1CC,3CC;2AA,4AA;2BB,4BB
Bragmynd:
Lýsing: Úrkast – sléttubönd – með afdrætti. Braglínu- og kveðuskipan háttarins er eins og í óbreyttu, óstýfðu úrkasti. Stuðlar standa í tveimur síðustu kveðum frumlína (síðstuðlun) eins og alltaf í sléttuböndum. Þá er fyrripartur vísunnar þannig gerður að sé numinn (dreginn) fyrsti stafur framan af hverju orði myndast seinniparturinn sjálfkrafa og verður þá fullrím á milli samsvarandi kveða fyrriparts og seinniparts. Tekinn er einn stafur framan af hverri kveðu fyrri partsins og verður þá til seinni parturinn.

Dæmi

Krakkar væla, stelpur stæla,
stöður metast.
Rakkar æla, telpur tæla,
töður etast.
Sigurður J. Gíslason

Lausavísur undir hættinum