Gagaraljóð – óbreytt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – óbreytt

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð hefur fjórar kveður í hverri línu og eru allar línur stýfðar. Endarímið er víxlrím eins og í ferskeytlu. Hátturinn virðist koma fyrst fyrir í Pontusrímum Magnúsar Jónssonar prúða (um 1525–1591) og verður síðan nokkuð vinsæll rímnaháttur.

Dæmi

Enginn brunnur er svo smár,
að ekki fljóti nokkuð af;
upp er kominn óður klár,
sá áður fyrri sökk í kaf.
Magnús prúði, Pontus rímur III:1

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum