Samhent – framsneitt (missneitt) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Samhent – framsneitt (missneitt)

Lýsing: Samhent - framsneitt (missneitt) er eins og samhent óbreytt, auk þess sem fyrsta og önnur kveða hverrar línu gera sniðhendingar langsetis. - Sautjánda ríma af Þorsteini Víkingssyni hefur verið kveðin undir þessum hætti en aðeins hafa varðveist slitrur af þeim rímum. Þorsteins rímur Víkingssonar eru líklega frá því um 1600.

Dæmi

Þegar stigum þjóðar á
þreyttur átti skjólin fá,
sorgir margar fældi frá
fríður kvæðahljómur sá.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 263, bls. 28

Lausavísur undir hættinum