Ferskeytt – Sléttubönd hringhend | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – Sléttubönd hringhend

Lýsing: Ferskeytt – sléttubönd – hringhend eru eins og ferskeytt sléttubönd óbreytt að viðbættu innrími þversetis í annarri kveðu í öllum línum (sjá ferskeytt – hringhent). Stuðlar verða að standa í tveimur síðustu kveðum frumlína.

Dæmi

Blíður þiggðu dýra dvöl,
dvíni styggðin leiða;
síður hyggðu vista völ
vænstu tryggðum eyða.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 40, bls. 7

Lausavísur undir hættinum