Átta línur (tvíliður) OaOaObOb | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) OaOaObOb

Dæmi

Það er komin afturelding,
allt er dauðakyrrt og hljótt,
það er enn þá ekki morgunn,
ekki heldur lengur nótt.
Hægur árdags-andblær titrar,
andardrætti líkur manns,
þess er óðfús eftirvænting
alla fyllir sálu hans.
Hannes Hafstein: Af Vatnsskarði (1)