Sonnetta | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sonnetta

Dæmi

Svo langt sem augað eygir himinn blár,
engin ský á tærri hvelfing fljóta.
Nýr er tíminn – gleymd hin gömlu sár;
gjafir berast hvaðanæva – og njóta
skulum þeirra meðan fer um frár
á fæti þessi dularfulli styrkur
sem lífið gefur, gleði þess og tár,
og glatast okkur fyrst við hinsta myrkur.
Og þá sem elskast aldrei þjófur grár
ævitímans skamma megnar hryggja;
hver dagur er hjá þeim sem þúsund ár
og þúsund ár er dagur til að byggja
brú yfir næstu nótt og sólu fagna
og njóta þar til raddir dagsins þagna.
Þórður Helgason: Sonnetta um elskendur

Ljóð undir hættinum