Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Átta línur (tvíliður) ferkvætt aBBacDDc

Kennistrengur: 8l:[o]-x[x]:4,4,4,4,4,4,4,4:aBBacDDc
Bragmynd:
Lýsing: Þetta er að hrynjandi og rími sami háttur og Jónas Hallgrímsson gerði frægan með erfiljóðinu um Tómas Sæmundsson en víkur frá honum að því leyti að önnur og þriðja lína annars vegar hafa hlutverkaskipti gagnvart stuðlun; önnur lína ber stuðla en þriðja lína höfuðstaf. Eins er farið sjöttu línu og sjöundu.

Dæmi

Þér er brugðið, mamma mín!
Sofin hníga að svæflum hlýju
svona um árdag, klukkan tíu,
þegar sól úr sorta skín.
Ætíð var þér yndi að sjá
vöku-augum birtu-blíðum,
bjarmann hennar kvikna í hlíðum.
stundar-rofum öllum á.
Stephan G. Stephansson: Guðbjörg Hannesdóttir

Ljóð undir hættinum