Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Dróttkvætt með tvíliðahrynjandi

Kennistrengur: 8l:-x:3,3,3,3,3,3,3,3:OOOOOOOO
Bragmynd:
Lýsing: Eftir hljóðdvalarbreytingu breytist skynjun á dróttkvæðum. Í stað þess að telja sex bragstöður með einu atkvæði hverja (eða tveimur með skammri hljóðdvöl) koma þrír hnígandi tvíliðir. Braglínur ríma sem fyrr hver fyrir sig langsetis þar sem skothendingar og aðalhendingar skiptast á. Nú getur rímið aðeins staðið í áhersluatkvæðum nýju bragliðanna og er síðara rímið jafnan í þriðja braglið en hið fyrra annað hvort í fyrsta eða öðrum. Ekki er lengur fyrirstaða að braglína endi á orði sem hafði skamma hljóðdvöl að fornu.

Dæmi

Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spík og rýkur
grasið grænt á mosa,
grundin þýtur undir,
blómin bíða dóminn,
bítur ljár í skára.
Jónas Hallgrímsson: Sláttuvísa, 1. erindi.

Ljóð undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild