Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb

Kennistrengur: 6l:[o]-x[x]:4,4,4,4,4,4:AbAbAb
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er sex línur og eru allar ferkvæðar. Frumlínur eru óstýfðar en síðlínur stýfðar. Rímið er víxlrím. - Undir þessum hætti eru helgikvæðin Agnesardiktur og Magnúsdiktur, trúlega bæði úr katólskum sið. Í Agnesardikti er seinasta línan eins konar viðlag og endar hún alltaf á Agnesá. Þessu er ekki svo farið í Magnúsdikti.
Þetta er sami háttur og í Pange lingua gloriosi í gerð Tómasar af Aquinas (d. 1274):
Pange, lingua gloriosi
Corporis mysterium
Sanguinisque pretiosi,
Quem in mundi pretium
Fructus ventris generosi
Rex efjudit gentium.

Dæmi

Skír var sett í skólann fríða,
skuggalaus með öllu að sjá,
ætlar þetta öldin víða
að öngva muni þeir slíka fá;
þorna viðjan þeirra tíða
þýð var kölluð Agnesá.
Agnesardiktur, annað erindi. -– Í Agnesardikti endar seinasta línan alltaf á Agnesá.