Gagaraljóð – aldýr * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – aldýr *

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Innrím: 1A,1B,1C,1D,2A,2B,2C,2D,3A,3B,3C,3D,4A,4B,4C,4D;1A,3A;2A,4A;1B,2B,3B,4B;1C,2C,3C,4C
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – aldýr.
Allar kveður í öllum línum mynda saman aðalhendingu fyrir utan fjórðu kveðu frumlína en þær mynda sniðrím við stóru aðalhendinguna. Eina undantekningin er þriðja kveða frumlína sem tekur ekki þátt í meginríminu en þær ríma þó þversetis hvor við aðra.
Jón Hjaltalín orti undir þessum hætti 34 erindi áttudndu tíðavísu sinna yfir árið 1786.

Dæmi

Tjóðruð óðum gjörir gáð
gróðurs ljóða hljóð ófróð,
móðu glóða bör í bráð
bjóða rjóður góðri þjóð.
Jón Hjaltalín Oddsson: Áttunda tíðavísa yfir árið 1786:34